Bíóappið er ókeypis app fyrir bæði iOS og Android. Það veitir upplýsingar um þær bíómyndir sem sýndar eru í íslenskum kvikmyndahúsum.
Með Bíóappinu getur þú flett upp eftir stafrófsröð öllum bíómyndum sem eru í sýningu á Íslandi.
Hægt er að sjá hvaða myndir eru sýndar í hverju bíóhúsi fyrir sig.
Bíóappið veitir upplýsingar um sýningartíma, einkunn á IMDB og aldurstakmark myndar.